42. fundur
fjárlaganefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 7. apríl 2017 kl. 10:00


Mættir:

Haraldur Benediktsson (HarB) formaður, kl. 10:00
Hanna Katrín Friðriksson (HKF) 1. varaformaður, kl. 10:00
Theodóra S. Þorsteinsdóttir (ThÞ) 2. varaformaður, kl. 10:00
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 10:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NF), kl. 10:00
Páll Magnússon (PállM), kl. 10:00

Oddný G. Harðardóttir, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og Silja Dögg Gunnarsdóttir voru fjarverandi.

Nefndarritari: Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 402. mál - fjármálaáætlun 2018--2022 Kl. 10:00
Samþykkt var að senda umsagnarbeiðni til sömu aðila og veittu umsögn um tillögu til þingsályktunar um fjármálastefnu fyrir árin 2017-2022. Einnig var samþykkt að senda umsagnarbeiðni til fastanefnda Alþingis að undanskilinni stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Nefndirnar munu fjalla um þau málaefnasvið og málaflokka sem eru á fagsviði þeirra og verður þeim sent minnisblað til að samræma vinnulag og umsagnir. Lögð voru fram drög að bréfi fjárlaganefndar til dómsmálaráðherra þar sem nefndin lýsir yfir áhyggjum af væntanlegum umframkostnaði í málaflokki hælisleitenda nú í ár eins og fram hefur komið við eftirlit með framkvæmd fjárlaga. Hönnu Katrínu Friðriksson var falið að ganga frá efni bréfsins.

2) Önnur mál Kl. 10:27
Rætt var um þensluáhrif væntanlegra útboða í verklegum framkvæmdum og að skortur er á samræmdir heildaryfirsýn yfir helstu framkvæmdir í landinu.
Njáll Trausti Friðbertsson og Theodóra S. Þorsteinsdóttir lögðu fram eftirfarandi bókun:
Fjárlagnefnd hefur nú til meðferðar fjármálaáætlun fyrir árin 2018-2022. Komið hefur í ljós í kjölfar aukinna framkvæmda í landinu að ekki er haldið á einum stað með samræmdum hætti yfirlit og upplýsingum um yfirstandandi framkvæmdir, framkvæmdaþörf og framkvæmdahorfur til lengri tíma. Upplýsingar sem þessar hefur vantað til notkunar fyrir hagstjórnina. Óskað er eftir að fjárlaganefnd afli upplýsinga um þessi mál sem og útboðsmarkaði og útboðsverkefni fyrir helstu framkvæmdir ríkis, sveitarfélaga og einkageirans sem sýni umfang markaðarins, væntanlega þróun hans í umfangi og verðlagninu, framtíðarsýn, skoðun fagaðila á þessum málum og annað sem máli skiptir í þessu samhengi fyrir hagstjórnina.
Lagt er til að fjárlaganefnd afli fyrrgreindra upplýsinga frá Ísavía, Landsneti, Samtökum iðnaðarins, Ríkiskaupum, Vegagerðinni, Landsvirkjun og Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

3) Fundargerð Kl. 10:32
Fundargerð 41. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 10:34